Mánudagur, 7. nóvember 2011
Mentor - Iceland 2011
Heil og sæl, eTwinnarar,
ég setti upp spjallstofu (Teachers Room) á eTwinning - Mentor -Iceland 2011 - ætlaða íslenskum eTwinnurum sem vilja fá aðstoð. Spjallstofan er á íslensku til þess að tungumálið þvælist nú örugglega ekki fyrir. Mig langar til þess að fá sem flesta íslenska eTwinning leiðbeinendur eða Mentora inn í spjallstofuna og auðvitað alla landsbyggðarfulltrúana til þess að tryggja að ávallt sé einhver fyrir hendi sem svarar fyrirspurnum og aðstoðar. Við getum síðan bent á spjallstofuna í skólakynningunum sem stað sem hægt er að fá hjálp. Spjallstofan kemur auðvitað ekki í staðinn fyrir námskeið. Það gerist þó oft að eitthvað vefst fyrir manni, jafnvel þótt maður sé búinn að fara á námskeið og þá er gott að vita um stað þar sem hægt er að henda inn fyrirspurn og fá skjót svör. - Mér þætti líka mjög gaman ef lengra komnir eTwinnarar deildu reynslu sinni um hvað hefði gengið vel og hvað hefði "floppað" hjá þeim.
Með góðum kveðjum að austan,
Sigrún
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.