Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Fyrsta kynningin
Sæl og blessuð,
Ég var að koma úr kynningarferð um Tröllaskaga þar sem ég fór í Menntaskólann og í Grunnskóla Fjallabyggðar. Óhætt er að segja að áhugi á e-twinning er mikill þarna á skaganum. Í menntaskólanum eru menn að leggja af stað í ýmsa vinnu tengda nýjum námsvísi og e-twinning er tvímælalaust verkfæri sem hentar í þá vinnu. Ný kennsluaðferð og ný nálgun á viðfangsefni.
Í grunnskóla Fjallabyggðar kom ég inn á kennarafund og voru kennarar áhugasamir enda þegar í vinnu með skóla í Írlandi þar sem vantar kannski einhvern grunn til að byggja á. E-twinnig er einmitt sá gluggi sem þeir eru að leita að. Geta bæði unnið verkefnið sem er afar áhugavert í e-twinning og auk þess bætt við skólum víðs vegar að til að teygja anga sína víðar.
Ég vona að kynningin leiði til þess að kennarar prófi sig áfram og komist að því að þetta er ekki meiri vinna en þeir hafa lagt á sig hingað til, heldur aðeins öðruvísi.
Ef vilji er fyrir hendi mun ég bruna aftur á skagann og vera með verklega kennslu í framhaldinu..
þar til síðar..
Bibbi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.