Ambassadör... Norðurland hið Eystra

Góðan daginn,

nú er maður nýorðinn ambassadör eða sendiherra eTwinning en ekki er það samt komið í gagnið að setja upp sendiráð hér fyrir norðan þannig að maður verður að nýta eigin íbúð, bíl og síma í upphafi en þetta stendur allt til bóta og eflaust verða byggð sendiráð í hverjum landssexungi þegar fram líða stundir eins og Íslendingum einum er lagið.  Við ætlum samt að byrja smátt og hefjast handa með sendiherra og fá sendiráðin e.t.v. síðar.   -  miklu síðar..

En sendiherrastaðan hefur aðeins setið á hakanum frá fræðslufundinum vegna Comeniusarverkefnis í Ungverjalandi en starfið hefst formlega á morgun þegar ítrekunarpóstur verður sendur vítt og breitt um hið ægifagra norðurland auk þess sem fyrsti póstur fer auk þess á þá sem ekki hafa fengið áður. 

Stefnan er sett á að kynna e-twinning í upphafi nóvember á fullu gasi og hafa restina af nóvember sem tíma til að ráðleggja í gegnum upplýsingarmenntarkerfi sem hægt er að nota t.d. glæruskipti, podcast og fleira.

Ég veit að mín bíða skemmtilegir fundir með skemmtilegu fólki sem fær vonandi einhverja brennandi löngun til að æða um sléttar etwinnings og finna sér skemmtileg verkefni til að vinna að með samstarfsskólum sem brenna í skinninu að vinna með íslensku menntafólki.

Bestu kveðjur úr ógurlegri blíðu á Akureyri.. en ekki hvað..

 Bibbi, sendiherra e-twinning á Norðurlandi hinu Eystra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband