Frá eTwinning fulltrúa á Suðurnesjum og á Vesturlandi

Nú er fyrsta eTwinning kynningin mín að baki. Í dag fór ég á leikskólann Holt í Reykjanesbæ og fræddi og sýndi starfsmönnum þar hversu áhugaverður vettvangur eTwinning er. Leikskólakennararnir voru mjög áhugasamir og fannst mikið til koma.

Ég kynntist eTwinning af eigin raun á síðasta skólaári þegar ég sótti eTwinning námskeið í Háskóla Íslands. Það var mjög áhugavert og stofnaði ég strax mína eigin síðu á eTwinning vefsvæðinu og byrjaði í mína fyrsta eTwinning verkefni með 10 skólum í Evrópu von bráðar. Verkefnið okkar er um matarmenningu í þátttökulöndunum og er mjög skemmtilegt.

eTwinning er ekki eingöngu samstarfsvettvangur til þess að vinna verkefni með nemendum og kennurum í Evrópu heldur er þar einnig hægt að sækja fræðslu og læra meira sem kennari. eTwinning býður upp á rafræn fjarnámskeið, spjallþræði um allt sem tengist námi og kennslu og þar er einnig að finna verkefnabanka sem allir kennarar geta bæði sótt í eða deilt eigin verkefnum með öðrum.

Kveðja,
Guðný Ester Aðalsteinsdóttir
Reykjanesbæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband