Fyrsta blogg fullrúa eTwinning á Vestfjörðum

Ég er að taka mín fyrstu skref sem fulltrúi eTwinning, það er hrikalega spennandi en um leið svolítið ógnvekjandi. Ég fæ tækifæri til að kynnast fullt af fólki, ferðast og breiða út boðskapinn.
Í fyrsta sinn sem ég heyrði um eTwinning var fyrir tæpum 3 árum þegar ég fékk tölvupóst þess eðlis að það átti að bjóða tveimur kennurum að fara á eTwinning ráðstefnu til Póllands, ég sótti um af rælni og bjóst ekki við miklu. Það er óhætt að segja að ég hafi orðið mjög hissa og glöð þegar ég fékk símtal og mér tjáð að ég hefði verið valin til að fara út. Síðan þá hefur ekki verið aftur snúið, ég er gjörsamlega fallin fyrir eTwinning. Mér finnst það svo frábær leið fyrir kennara til að deila og læra af öðrum.

Nú þegar ég byrjaði að læra að verða fulltrúi þá komst ég að því að á síðu eTwinning er gagnabanki fyrir alls kyns verkefni sem kennarar geta deilt með hvor öðrum, vissuð þið það?

Kveðja frá Súgandafirði
Katrín Lilja Ævarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eTwinning kennarar

Takk fyrir að deila þessu, Katrín!

eTwinning kennarar, 14.10.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband