Mánudagur, 22. ágúst 2011
Auglýst eftir eTwinning-fulltrúum á landsbyggðinni
eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamfélag í Evrópu og heyrir undir Comenius-hluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins, Lifelong Learning Program (LLP). eTwinning býður upp á ýmsa samstarfsmöguleika fyrir kennara og skóla þar sem Internetið og upplýsingarækni er nýtt. Í gegnum eTwinning geta kennarar einnig sótt ókeypis námskeið, bæði á vinnustofum og fjarnámskeiðum á Netinu.
eTwinning er með landskrifstofu (National Support Service) í hverju landi evrópska efnahagssvæðisins og sinnir Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Háskóla Íslands, því hlutverki á Íslandi.
eTwinning-fulltrúar
Nú stendur til að bæta svo kölluðum eTwinning-fulltrúum (eTwinning ambassadors) við stuðningskerfi eTwinning á landsbyggðinni. Forsenda þess að vera eTwinning-fulltrúi er:
- að vera kennari á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi
- hafa reynslu af eTwinning-samvinnu (að hafa tekið þátt í amk. einu eTwinning-verkefni þar sem TwinSpace var notað)
- vera reiðubúnir að sinna ákveðnum skyldum (sjá á eftir).
Tímabilið 2011 og 2012
Auglýst er eftir fulltrúum frá september 2011 og út árið 2012.
Svæðaskipting:
Auglýst er eftir einum fulltrúa á hverju eftirfarandi svæði (miðað er við svæðaskiptingu á vef Menntamálaráðuneytisins: menntamalaraduneyti.is/stofnanir/):
- Suðurland
- Austurland
- Norðurland eystra og vestra
- Vestfirðir
- Vesturland
Hlutverk eTwinning-fulltrúa
eTwinning-fulltrúar vinna að framgangi eTwinning með ýmsum hætti, jafnframt því að hafa tækifæri til að auka færni sína með þátttöku í fjarnámskeiðum, vinnustofum, oþh.
Hlutverk eTwinning-fulltrúa í góðu samstarfi við Landskrifstofuna
- Veita upplýsingar um og hvetja til þátttöku í eTwinning á sínu svæði (t.d. svara fyrirspurnum, halda kynningar)
- Styðja þátttakendur í eTwinning á sínu svæði (t.d. svara fyrirspurnum)
- Skipuleggja eitt eða fleiri eTwinning-námskeið/viðburði á sínu svæði (t.d. með þátttöku Landskrifstofu)
- Kynna eTwinning og deila reynslu sinni á menntaviðburðum þegar hægt er og
- Blogga einu sinni í mánuði eða oftar á íslenska eTwinning-blogginu (etwinning.blog.is)
- Taka þátt í evrópsku fjarnámskeiði á vegum eTwinning á Netinu (Learning Event)
- Þegar hægt er að koma því við: Taka þátt í vinnustofu fyrir eTwinning-fulltrúa í Evrópu þegar það er í boði
- Þegar hægt er að koma því við: Taka þátt í starfi eTwinning á Íslandi og í Evrópu þegar það er í boði, m.a. evrópsku samstarfsneti eTwinning-fulltrúa (t.d. netfundum í Elluminate-samskiptakerfinu, fara á viðburði hjá Landskrifstofu, og hjá eTwinning í Evrópu)
Kjör tímakaup og ferðakostnaður
- Greitt verður tímakaup fyrir þann tíma sem fulltrúar verja í upplýsingar, kynningar, stuðning, o.sfrv.
- Einnig verður greiddur ferðakostnaður (samkvæmt kílómetrum eða farseðlum).
Umsókn -- umsóknarfrestur til og með 4. september nk.
Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri eTwinning, Guðmundur Ingi Markússon.
Netfang: gim(hjá)hi.is
Sími: 525 5854
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.