Sunnudagur, 23. janúar 2011
BETT 2011 - mjög áhugaverð sýning
BETT sýningin í London 12. 15. Janúar 2011.
BETT stendur fyrir Brithish Educational Training and Technology og er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Meira en sexhundruð aðilar eru þar með sýningarbása og kynningar og meðan á sýningunni stendur eru fluttir um eitthundrað fyrirlestrar . Við marga sýningarbásana voru síðan reglulega í gangi kynningar á því nýjasta í kennslutækjum og kennsluhugbúnaði. Að okkar mati voru eftirfarandi þættir áberandi:
· Skjávarpar, snertiskjáir og smarttöflur
· Ýmis hugbúnaður fyrir hagkvæmni í rekstri menntastofnana
· Ýmis búnaður fyrir kennslu barna með sérþarfir
Hér verður í stuttu máli sagt frá ýmsu sem sérstaklega vöktu athygli hjá undirrituðum.
Hleðslukassi fyrir bekkjarsett af spjaldtölvum
Fyrirtækið Parat kynnti kassa sem sem er bæði hægt að nota til að hlaða allt að 16 spjaldtölvur (Ipads) í einu og einnig til að hlaða inn efni í leiðinni, t.d. verkefni fyrir bekk. Þarna er öllu mjög haganlega fyrirkomið því tölvan nær beint sambandi þegar henni er stungið í rauf í kassanum. Sama gilti um hleðslukassa fyrir ipod spilara en þá tekur kassinn 20 spilara.Stop motion hreyfimyndaforrit sérstaklega fyrir skóla
Þarna var kynnt nokkuð fagleg útgáfa á animation forriti: ZU3D (sjá: http://zu3d.com) Með forritinu eru búnar til hreyfimyndir með hljóðáhrifum, tónlist, titlum og texta. Forritið er mjög auðvelt í notkun með venjulegri vefmyndavél.Kynning frá Singapoor forritin News-Maker og Moo-O
Með forritinu News Maker eiga nemendur að bæta tungumálafærni sína í þremur skrefum: 1) skrifa frétt, 2) lesa fréttina og 3) gefa út. Fyrst skrifa nem. Frétt sem þeir síðan lesa upp í videoupptöku. Síðan hlusta þau á flutninginn og ásamt samnemendum og meta flutninginn. Það sýnir sig að nemendur vilja bæta flutningin og endurtaka upptökuna.Í forritinu Moo-O hvetur nemendur til að lesa á leikrænan hátt með því að taka að sér hlutverk sögupersóna. 1. Saga valin til að lesa2. Hlutverkum úthlutað3. Lestur og upptaka4. BirtingForritið gefur nemendum kost á bæði á sjálfsmati og mati samnenda á hæfni þeira í flutningi.Þessi forrit bæði hafa fengið verðlaunin 2009 Tech and Learning Awards og Excellence.Gagnvirk skjátækni Indesign
Það var mjög mikið um það á þessari sýningu að fyrirtæki voru að kynna nýjungar hvað snertir skjávarpa og snertitöflur, einnig snertiskjái. Virtist sem þróunin m.a. væri mikið í þá áttina að hinar svonefndu smarttöflur hefðu stækkað. Kínverska fyrirtækið Indesign sýndi aftur á móti gagnvirkan skjávarpa sem var án sérstakrar töflu. Varpa mátti beint á vegg og skrifa á ljósflötin með sérstökum penna og nam tölva þá skriftina án þess að nokkuð væri skrifað á sjálfan vegginn. Þeir sýndu líka skjávarpa með innbyggðri tölvu.Hugbúnaður fyrir samskipti við mötuneyti skóla
Þessi hugbúnaður gefur nemendum möguleika á því að velja sér mat fyrir hvern dag. Hans val fer síðan beint til mötuneytisins þar sem maturinn er settur í bakka merktum nemandanum. Fylgst er með þegar nemandinn nær í matinn. Fylgst er með kostnaði hjá hverjum nemanda og einnig geta foreldrar fylgst með hvað nemandinn borðar og hvað það kostar. Notkun þessa forrits hefur í för með sér að minna fer til spillis af mat, kennarar losna við að safna upplýsingum hjá nemendum um hvað þeir vilji borða og heildarkostnaður við mötuneytið lækkar.We are writers
Á fyrirlestri hjá fyrirtækinu Scolastic ( http://scolastic.co.uk ) var ritunarverkefnið We are writers kynnt og reyndist það mjög áhugavert. Verkefnið felur það í sér að hver nemandi á kost á því að fá sögu eða frásögn eftir sig gefna út í sérstakri bók sem Scolastic framleiðir fyrir skóla nemandans. Verkefnið er unnið sem hér segir: Undir stjórn kennara velja nemendur sér viðfangsefni. Það getur verið ákveðið þema fyrir allan bekkinn eða byggt á vali hvers og eins. Nemendurnir fá aðgang að sérstakri vefsíðu hjá Scolastic þar sem slá inn sín verk. Það geta verið allt frá nokkrum orðum upp í nokkrar blaðsíður. Kröfur Scolastic eru þær að verkin séu a.m.k. 50 og að pantaðar séu a.m.k. 30 bækur. Hver bók kostar 5 ensk pund en þar að auki fær skólinn fría bók. Áður en bókin er gefin út fær skólinn og foreldrar nemendanna efnið til yfirlestrar og að því loknu er bókin gefin út. Miðað er við að foreldrar kaupi bókina á kostnaðarverði en einnig er möguleiki á að skólinn innheimti smávegis til viðbótar í fjáröflunarskyni.Read & Respond Engage
Scholastic kynnti einnig nýtt lestrarprógramm sem kallast Read & Respond Engage. Prógrammið byggir á sérstakri aðferð til að efla færni í lestri og kenna lesskilning og er þannig uppbyggt að fyrir hvern aldurshóp (5-7 ára, 7-9 ára og 9-11 ára) voru teknar saman 6 sérvaldar bækur og síðan hafa lesendurnir aðgang að sérstökum hugbúnaði þar sem gefinn er kostur á fjölmörgum úrvinnslumöguleikum með efni bókanna. Þar er einnig dagbók þar sem nemandinn getur fylgst með vinnu sinni auk þess sem þar er að finna ýmis konar viðbótarefni.
Það var sérstaklega áhugavert að kynnast þessu efni með hliðsjón af þeirri umræðu sem nú er uppi í skólum hér heima varðandi lestrarkennslu og aukinn áhuga á að efla lesskilning nemendanna.
Skjávarpar frá CASIO
Fyrirtækið Casio kynnti nýja kynslóð af skjávörpum þar sem lampar koma ekki lengur við sögu. Ljósið frá skjávarpanum byggir á nýrri tækni frá Casio sem byggir á laserljósi og LED og gefa þeir ljósmagn allt að 3000 ANSI lumens. Bent er á að venjulegir lampar í skjávörpum verða daufari með aldrinu en að þessi nýja tækni hafi í för með sér að ljósgeislinn dofni ekki í a.m.k. 20.000. klukkustundir. Í samræmi við þessa staðhæfingu er gefin 5 ára ábyrgð á þessum skjávörpum fyrir skóla.Tölvubúnaður fyrir sérkennslu
Tölvuvert framboð var á sýningunni af ýmiskonar tövlubúnaði fyrir nemendur með sérþarfir. M.a. mátti sjá nokkuð úrval af lyklaborðum sem voru sérsniðin hvað varðar stærð takka, litar o.fl. Þá voru einnig kynnt ýmis forrit sem sékennarar geta nýtt sér. Fyrirtæki að nafni Old Media kynnti fjölþættan hugbúnað fyrir nemendur með sérþarfir sem var hannað með það í huga að gefa þeim nemendum kost á betri félagstengslum. Þennan hugbúnað gátu síðan nemendurnir haldið áfram að nota eftir að þeir höfðu yfirgefið skólann og í gegnum hann haldið áfram sambandi við fyrri skólafélaga.Gert í Keflavík, 22. janúar 2011
Brynja Árnadóttir og Helgi Hólm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.