Gjöf til kennara í Flataskóla

Fengur þótti að heimsókn Guðmundar Inga í Flataskóla nýlega en hann færði okkur gjafir sem unnið höfðu að verkefninu Schoolovision 2010. En það voru minnislyklar sem koma sér vel við tölvuvinnuna í vetur.  En eins og komið hefur fram áður í fréttum og m.a. á vefsíðu skólans vann verkefnið til fyrstu verðlauna í keppninni Schoolovision 2010. Þetta er annað árið í röð sem skólinn tekur þátt í þessu verkefni en á síðasta ári hlaut hann 4. sætið í keppninni.  Stjórnandi verkefnisins er Michael Purves frá Skotlandi. Verkefnið hefur gefið okkar hér í Flataskóla ástæðu til að breyta og bæta verkefnavinnu nemenda og  hefur m.a. skapast sú hefð undanfarin tvö ár að vera með Flatóvision á miðri vorönn og leyfa nemendum að koma með framlag að eigin vali í sambandi við söng og dans. En Flatóvision er sett upp með samskonar formi og Eurovision. Sigurlagið fer svo í keppnina hjá Scoolovision það árið.  Nemendur voru mjög áhugasamir um verkefnið og voru löngu farnir að spyrjast fyrir um þetta áður en við auglýstum eftir framlögum í vor. Ég mæli með því og tel það mjög hvetjandi bæði fyrir nemendur og kennara að taka þátt í svona verkefnum og eiga samskipti við nemendur og starfsfélaga sína erlendis. Það opnar fyrir svo ótal marga skemmtilega möguleika og okkur tekst að nýta tæknina á svo margvíslegan hátt sem kemur stundum mjög á óvart. 

  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband