Miðvikudagur, 26. maí 2010
Flataskóli sigrar í Schoolovision 2010!
Flataskóli sigraði Schoolovision 2010 - söngvakeppni 34 skóla í Evrópu. Þetta er annað árið sem Flataskóli tekur þátt í þessu skemmtilega eTwinning-verkefni. Átta stelpur úr 5. bekk sigruðu með laginu Dancing Queen sem Abba gerðu frægt um árið.
Keppninni lauk í gærmorgun með atkvæðagreiðslu í beinni útsendingu á netinu - rétt eins og í Evróvision. Verkefnið hefur virkjað allan skólann, en Flataskóli stóð fyrir sinni eigin undankeppni - Flatóvision. Yfirumsjón með verkefninu í Flataskóla hefur Kolbrún Svala Hjaltadóttir, kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni.
Schoolovision hlaut einnig Evrópuverðlaun eTwinning á árlegri ráðstefnu eTwinning í Sevilla fyrr á þessu ári. Kolbrún Svala tók á móti verðlaununum ásamt fjölda samstarfskennara úr verkefninu. Flataskóli hlaut einnig verðlaun í landskeppni eTwinning fyrir síðasta skólaár, sem veitt voru af menntamálaráðherra síðasta haust.
Sjá frétt RÚV um sigurinn hér.
Sigurmyndband Flataskóla er hægt að skoða hér.
Meiri upplýsingar um Schoolovision hér.
Landskrifstofan óskar Flataskóla til hamingju með frábæran árangur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.