Miðvikudagur, 5. maí 2010
eTwinning 5 ára
eTwinning vinnustofa í Furugrund
Í tilefni af 5 ára afmæli eTwinning þá höfðum við vinnustofu í leikskólanum Furugrund í dag. Börnin hengdu upp veggspjöld sem þau höfðu tekið þátt í að útbúa. Á veggspjöldunum eru upplýsingar um þau eTwinning verkefni sem við höfum tekið þátt í í vetur, Space, Braintrainers og Taste of my life.
Börnin teiknuðu einnig afmæliskökur og fleira. Þau sýndu með aðstoð tölvu ýmis viðfangsefni sem þau höfðu sett inn á heimasíður verkefnanna og einnig skemmtilegt afmælismyndband frá Tyrklandi.
Allir fullorðnir sem höfðu áhuga á verkefninu og stoppuðu við og hlustuðu á börnin fengu að launum minnislykil sem við fengum gefins hjá Guðmundi á skrifstofunni.
Sjón er sögu ríkari svo njótið þess að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.
Með afmæliskveðju frá okkur öllum í leikskólanum Furugrund.
http://furugrund.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.