Miðvikudagur, 5. maí 2010
Bókin um eTwinning 2010 – auglýst eftir áhugasömum þátttakendum
Miðstöð eTwinning í Evrópu undirbýr bókina um eTwinning 2010 and þarfnast aðstoðar ykkar! Í ár mun bókin snúast um það sem ÞIÐ hafið að segja um eTwinning: ykkar upplifun og reynsla, það sem hefur hindrað ykkur, og það sem þið hafið fengið með þátttökunni. Þar sem eTwinning er samfélag skóla í Evrópu, er mikilvægast að hlusta á það sem kemur frá samfélaginu sjálfu.
Af þessum sökum, er kennurum skráðum í eTwinning boðið að gefa til kynna hvort þeir hafi áhuga á að leggja eitthvað til kafla bókarinnar.
Verið er að leita að efni þar sem komið er inn á eftirfarandi:
Að byrja í eTwinning
Að hagnýta eTwinning
Reynsla og upplifun í eTwinning-samfélaginu
Samstarfsverkefni mín í eTwinning
eTwinning og endurmenntun
eTwinning persónuleg reynsla
Hvernig á að svara þessu kalli?
Skráðu þig inn á þitt eigið eTwinning svæði (eTwinning Desktop). Þar er að finna auglýsingu með tengli inn á form sem fylla á út.
Ykkur stendur til boða að lýsa áhuga ykkar til 15. Maí 2010. Miðstöð eTwinning í Evrópu mun síðan velja úr kennara sem síðan skila inn sínu framlagi til bókarinnar. Fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn við hlökkum til að heyra í ykkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.