Flataskóli verðlaunaður á eTwinning-hátíð í Sevilla

Um helgina fór fram hin árlega ráðstefna eTwinning sem að þessu sinni var haldin í Sevilla á Spáni. Þema ráðstefnunnar var 5 ára afmæli eTwinning. Hátt í 500 manns -- kennarar, fulltrúar landskrifstofa, ESB, ofl. -- sóttu ráðstefnuna sem samanstóð af fyrirlestrum, vinnustofum og sýningarbásum. Aðalfyrirlesari var hinn þekki menntafrömuður Stephen Heppell sem blés gestum í brjóst um skóla 21. aldarinnar.

Íslenska sendinefndin samanstóð af tveimur frá landskrifstofunni og kennurum frá fimm skólum: Sif Bjarnadóttir, MH, Hjördís Skírnisdóttir, Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu, Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Flataskóla, Gry Ek, Laugalækjarskóla, og Rakel Magnúsdóttir, Leikskólanum Bakka.

Á föstudaginn bar hæst til tíðinda veitin Evrópuverðlauna eTwinning í nokkrum flokkum. Í flokki skapandi verkefna vann verkefnið Schoolovision! til verðlauna, en þar tóku þátt tugir landa í einskonar Evróvisjón þar sem nemendur hvers skóla senda inn myndbönd. Í lokin var haldinn video-fundur í rauntíma þar sem þátttökulöndin kusu um sigurvegara, eins og gert er í söngvakeppninni.

Fulltrúi Íslands í Schoolovision er Flataskóli og hefur Kolbrún Svala Hjaltadóttir borið hitann og þungann af starfinu. Kolbrún var á staðnum ásamt um 15 samstarfsaðilum sínum og veittu þau verðlaununum viðtöku. Á myndinni má sjá Kolbrúnu fyrir miðju með stafinn "o" í fanginu.

Við erum vitanlega að rifna úr stolti!

Guðmundur - Landskrifstofu eTwinning

img_1678_litil.jpg

img_1677_litil.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband