eTwinning ráðstefna 2016

Stafræn borgaravitund var yfirskrift hinnar árlegu eTwinning ráðstefnu 2016 sem haldin var í Aþenu í Grikkland 26. - 29. október. Þátttakendur frá Íslandi voru sjö að þessu sinni, Guðmundur Ingi Markússon, verkefnastjóri hjá Rannís, Guðberg Konráð Jónsson frá SAFT, Hannes Birgir Hjálmarsson kennari í Stóru-Vogaskóla, Hans Rúnar Snorrason kennari í Hrafnagilsskóla, Rósa Harðardóttir kennari í Norðlingaskóla, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir kennari í Garðaskóla og Sigurbjört Krisjánsdóttir, leikskólanum Holti.

 

Í því tæknisamfélagi sem við lifum í er mikilvægt að hafa þekkingu og færni til að sýna ábyrga hegðun þegar tæki eru notuð og þegar við tökum þátt í því starfræna umhverfi sem við búum við. Í dag eru stafrænir samskiptamiðlar algengir í lífi nemenda og í allri menntun. Því er mikilvægt  fyrir þá sem koma að menntun barna að vera tilbúnir að takast á við þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir.

Ráðstefnan var haldin á fallegu hóteli í Aþenu rétt við Akropólishæðina. Þátttakendur voru tæplega 600 frá flestum löndum Evrópu. Dagskráin var þétt og mjög áhugaverð. Eftir setningu ráðstefnunnar voru verðlaunaafhendingar en gæðaverkefni síðasta árs fengu viðurkenningar í nokkrum flokkum. Íslendingar áttu fulltrúa í þessari athöfn og var það Sigurbjört Kristjánsdóttir í leikskólanum Holti í Reykjanesbæ sem tók við viðurkenningu fyrir verkefnið Read the world í flokki lestrarverkefna en það vann hún í samstarfi við skóla á Spáni, Slóveníu, Póllandi og Frakklandi.

20161027_152011


 Gaman að sjá fjölbreytt verðlaunaverkefni  og óhætt er að segja að margar góðar hugmyndir kviknuðu við það og vonandi munum við eiga fleiri vinningshafa á næstu árum.

 

Hér er umfjöllun um nokkur áhugaverð verkefni sem við hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur:

 

Looking for Beau and Delfi

Mirror, mirror

 

Is this castle haunted?

 

 

Eftir verðlaunaafhendingar þá hélt Emma Mulqueeny,  stofnandi  Rewired State and Young Rewired State erindi sem fjallaði  m.a um ‘97 kynslóðina en þá kynslóð má kalla hina fyrstu stafrænu kynslóð. Emma minntist á heilræði Obama “Be useful, be kind” og hvatti alla til að staldra við.

20161027_171130

 

Á föstudeginum var dagskráin þétt og áhugaverð en þá gátu þátttakendur valið á milli 30 til 40 vinnustofa sem fjölluðum um starfræna borgaravitun, eTwinning verkefni og upplýsingatækni. Deginum lauk svo með skoðunarferð um Aþenu sem endaði á glæsilegum galakvöldverði.

14910515_10154819406539410_5500455013236290406_n

Á laugardeginum var svo haldið áfram með vinnustofur og var ráðstefnunni slitið rétt um hádegið. Vinnustofurnar voru fjölbreyttar og gátu allir valið eitthvað við hæfi. Má þar nefna vinnustofur þar sem verðlaunaverkefni voru kynnt ítarlega, spegluð kennsla, nám og kennsla á 21. öld og móttaka flóttamanna svo eitthvað sé nefnt.

 

Ráðstefna sem þessi er gullnáma fyrir kennara og aðra til að mynda tengsl, fá hugmyndir og innblástur.

Það var þreyttur og ánægður hópur frá Íslandi sem hélt af stað heim eftir velheppnaða dvöl  í þessari fornu borg sem geymir spennandi sögur og dularfull ævintýri og vorum við öll sammála um að ferðin hefði ekki getað verið betri.

Með þakklæti og gleði

Guðberg Konráð Jónsson, Hannes Birgir Hjálmarsson, Hans Rúnar Snorrason, Rósa Harðardóttir og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband