eTwinning ráðstefna í Brussel 22. - 24. október 2015

Það voru glaðværir ferðalangar sem hittust á Keflavíkurflugvelli snemma morguns fimmtudagsins 22. október. Þarna voru á ferðinni 5 kennarar frá Hafnafirði-Vík-Grindavík-Bolungarvík- Sauðakróki og 2 verkefnisstjórar eTwinning á Íslandi og voru flestir að hittast í fyrsta sinn. Ferðinni var heitið til Brussel á ráðstefnu í tilfetni 10 ára afmælis E-twinning og heitir það „eTwinning 2015 annual conference: focus on active citizenship!“.

Meira en 500 kennarar frá Evrópu hittust á Hotel Crowne Plaza Brussels - Le Palace. Margar málstofur og vinnustofur voru í boði, nýjar og breytilegar leiðir kynntar, ný tengsl mynduðust og gömul kynni endurnýjuðust.

 Viz data

Eftir setningu ráðstefnunnar var farið í ratleik um miðbæ Brussel þar sem ráðstefnugestum var skipt niður handahófskennt. Þetta var skemmtileg leið til þess að hrista saman fólk frá ólíkum löndum og auka tengslanet.

Það voru áhugaverðar vinnu- og málstofur í boði á ráðstefnunni sem við nýttum okkur vel. Skráning á þessar málstofur fóru stundum ofan garðs og neðan, þar sem ekki var hægt að fá sæti og því þurfti að leita annað. Ef eitthvað þá víkkaði þetta sjóndeildarhringinn og farið var út fyrir þægindarammann og á vinnustofu sem hefði ekki verið fyrsta val. Fram fóru frásögur af verkefnum sem hafa verið unnin og leituðu óreyndir kennarar í þær vinnustofur.

Þetta var skemmtileg upplifun, mikil vinna og góð tengslamyndun. Kennarar Evrópu eru með endalausar hugmyndir að verkefnum sem margir eru reiðubúnir að taka þátt í. Fyrir kennara á Íslandi er þetta ómetanlegt því þetta víkkar út sjóndeildarhring nemenda svo um munar. Við höfum ekki jafn góðan aðgang að söfnum og menningarstofnunum hér á landi og víða á meginlandi Evrópu og því er oft um mikla upplifun að ræða í gegnum verkefnin.

Frábær ferð og frábær hópur sem tók þátt - án efa nokkuð sem hægt er að mæla með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband